Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2017 | 10:00

LPGA: Lexi m/skoskt leynivopn á Opna breska

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson er ofarlega á skortöflunni á Opna breska og ef henni tekst að sigra í kvöld getur hún þakkað það skoska kylfusveininum sínum Kevin McAlpine.

McAlpine er fyrrum meistari á skoska áhugamannameistaramótinu.

Aðspurð hvað McAlpine hefði hjálpað Lexi með, svaraði hún:

(Hann hefir hjálpað mér með) „hreinskilningslega, í raun allar holur,“

Þegar ég slæ á flöt segir hann mér hvar eigi að lenda boltanum.“

Hann hefir haft rétt fyrir sér í 100% tilvika og hefir hjálpað mér svo mikið.  Hann þekkir flatirnar eins og handarbakið á sér. Hann hefir hjálpað mér mikið hér.“

Hann hefir sagt mér í grunninn allt. Ég hef lært svo mikið um golfvöllinn á síðustu dögum. Ég er viss um að það mun hjálpa mér yfir helgina líkt og það hefir gert undanfarna daga.“

Það er risasteinn á 11. braut og hann sagði mér sögu hans. Hann hefir sagt mér söguna og það er ansi svalt.“

Lexi er T-14 fyrir lokahringinn, sem verður leikinn í kvöld á 7 undir pari, 209 (67 68 74).

Til þess að sjá stöðuna á Ricoh Opna breska SMELLIÐ HÉR: