Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2017 | 22:00

LPGA: Lexi enn efst e. 54 holur – Hápunktar 3. dags

Lexi Thompson heldur forystu sinni á Kingsmill Championship nú þegar aðeins á eftir að spila lokahringinn á morgun.

Lexi hefir spilað á samtals 14 undir pari, 199 höggum (65 65 69).

Hún hefir 3 högga forskot á þá sem er í 4. sæti Rolex-heimslistans In Gee Chun, frá S-Kóreu,  sem er í 2. sæti á samtals 11 undir pari, 202 höggum (69 66 67).

Þriðja sætinu deila nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko, Minjee Lee frá Ástralíu og Sei Young Kim frá S-Kóreu, allar á 9 undir pari, hver.

Sjá má hápunkta Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: