Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2018 | 06:30

LPGA: Lexi aftur sek um reglubrot

Nr. 2 á Rolex-heimslistanum Lexi Thompson fór af 18. flöt Siam Country Club eftir 2. hring á Honda LPGA Classic haldandi að hún væri 4 höggum á eftir Jessicu Korda (sem síðan sigraði í mótinu).

En á leið hennar í skortjaldið var henni tilkynnt af regluverði að hún hefði gerst brotleg á 15. braut vallarins og þyrfti að bæta við 2 höggum í víti.

Þarf þetta endlega aftur að henda Lexi, sem vegna flókinna regluákvörðunar varð af 2. risamótstitli sínum á Ana Inspiration 2017 risamótinu? … vegna golfreglna? Sjá eldri grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Á 15. braut lenti bolti Lexi nálægt auglýsingaskilti, sem hún fjarlægði einfaldlega til þess að geta slegið.

Þetta er eðlilegt. Eiginlega. Eða hvað?

Þetta hefði ekki verið neitt vandamál en á sumum LPGA mótum eru auglýsingaskilti ekki skilgreind sem ‘temporary immovable obstruction’ og eru því óhreyfanleg hindrun (Regla 24-2).

Í opinberri fréttatilkynningu LPGA sagði: „Á 2. hring Honda LPGA Thailandi hlaut Lexi Thompson tvö högg í víti fyrir brot á staðarreglu, sem segir að auglýsingaskilti séu óhreyfanleg hindrun.“