Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 22:00

LPGA: Lewis sigraði í Texas

Stacy Lewis sigraði í dag á North Texas LPGA Shootout… með yfirburðum.

Lewis lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (71 64 69 64) og átti hvorki meira né minna en 6 högg á þá sem næst kom, þ.e. Meenu Lee frá Suður-Kóreu, en hún lék á samtals 10 undir pari, 274 höggum (70 64 70 70).

Í 3. sæti varð síðan Michelle Wie á samtals 9 undir pari.

Fjórða sætinu deildu síðan Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu og hin bandaríska Kim Kaufmann, báðar á samtals 8 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR: