Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2023 | 19:00

LPGA: Leona Maguire sigraði á Meijer LPGA Classic

Það var hin írska Leona Maguire sem sigraði á Meijer LPGA Classic for Simply Give mótinu.

Mótið fór fram í Belmont, Michigan, dagana 15.-18. júní 2023.

Sigurskor Leonu var 21 undir pari, 267 högg (69 65 69 64).

Hún átti 2 högg á þá sem varð í 2. sæti hina thaílensku, Ariyu Jutanugarn, sem lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (73 64 66 66).

Hin kínverska Xiyu Lin og Amy Yang fra S-Kóreu deildu síðan 3. sætinu á samtals 18 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna í Meijer mótinu með því að SMELLA HÉR: