Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2017 | 22:00

LPGA: Leik frestað á Thornberry Creek mótinu vegna þrumuveðurs og eldinga

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Thornberry Creek LPGA Classic mótinu.

Mótinu var nú í kvöld frestað vegna þrumuveðurs og eldinga.

Ólafía Þórunn var aðeins búin að spila 6 holur  af 2. hring þegar mótinu var frestað og á 12 eftir.

Hún er á 4 undir pari, en niðurskurður miðast við 3 undir pari eða betra.

Það er því gríðarmikilvægt að næstu 12 holur hjá Ólafíu spilist eins og best verður á kosið og óskum við hér á Golf 1 henni alls hins besta!!!!

Efst þegar mótinu var frestað er Kathrine Kirk, en hún hefir samtals spilað á 13 undir pari, 131 höggi (68 63).

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: