Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 15:00

LPGA: Leik frestað á 1. degi Ana Inspiration vegna veðurs

Í gær, 30. mars 2017, hófst á Rancho Mirage, í Kaliforníu, Ana Inspiration risamótið.

Vegna veðurs, hvassviðris, var 1. hring frestað, til dagsins í dag en ekki öllum tókst að ljúka við hringi sína og sumar ekki einu sinni byrjaðar á þeim.

Þegar leik var frestað var franski Solheim Cup kylfingurinn Karine Icher efst, en hún var búin að spila á 5 undir pari, 67 höggum.  Hópur 4 kylfinga, sem m.a. var í Michelle Wie, deildi 2. sætinu á 4 undir pari, 68 höggum.

Þess mætti geta að Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir er ekki með í mótinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Ana Inspiration SMELLIÐ HÉR

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Ana Inspiration SMELLIÐ HÉR: