Caroline Masson
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2014 | 04:00

LPGA: Lee og Masson leiða í hálfleik í Texas

Það eru þær Meena Lee frá Suður-Kóreu og þýska Solheim Cup stjarnan Caroline Masson, sem leiða eftir 2. dag North Texas LPGA Shootout.

Báðar eru þær búnar að spila á samtals 8 undir pari, 134 höggum; Lee (70 64) og Masson (67 67).

Þriðja sætinu deila Natalie Gulbis og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Stacy Lewis, á samtals 7 undir pari, 135 höggum, hvor.

Í 5. sæti á samtals 6 undir pari, 136 höggum er Christina Kim.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru: Lizette Salas, Morgan Pressel, Carlota Ciganda, Sandra Gal og Laura Davies.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag  North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR: