Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2015 | 14:00

LPGA: Lee í forystu f. lokahring Evían

Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu er ein í forystu fyrir lokahringinn á Evian Masters, síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu.

Lee er búin að spila á samtals 10 undir pari (66 67 70).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er hin bandaríska Lexi Thompson á 9 undir pari.

Enn einu höggi á eftir eru tveir feykigóðir kylfingar: Lydia Ko og Morgan Pressel.

Það stefnir í hörkubaráttu meðal þessara 4 og einhver þeirra stendur að öllum líkindum uppi sem 2. risamótssigurhafi á Evían en mótið hefir aðeins tvívegis verið haldið sem risamót.

Til þess að sjá stöðuna á Evian Masters SMELLIÐ HÉR: