Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 09:00

LPGA: Lang og Lee leiða í hálfleik í Kóreu

Það er Brittany Lang, sem hefir 1 höggs forystu á löndu sína Alison Lee í hálfleik á LPGA KEB Hana Bank mótinu í Suður-Kóreu.

Lang er búin að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (69 65) en Lee á 9 undir pari, 135 höggum (65 70).

Þriðja sætinu deila Cristie Kerr og heimakonan Sung Hyung Park á samtals 8 undir pari, hvor.

Karine Icher frá Frakklandi og In Kyung Kim frá Kóreu eru síðan í 5.sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á LPGA KEB Hana Bank mótinu SMELLIÐ HÉR: