
LPGA: Angela Stanford leiðir eftir 1. dag á HSBC Women´s Champions – Kylfingar LPGA sýndu demanta frá Tiffany´s fyrir mótið
Í dag byrjaði HSBC Women´s Champions mótið á Garden Course í Tanah Merah Country Club, í Singapore. Það er bandaríska stúlkan Angela Stanford sem leiðir eftir 1. dag, kom í hús í dag á -6 undir pari, 66 höggum . Hringinn spilaði Angela skollafrítt, fékk 6 fugla.
Tveimur höggum á eftir henni eru 4 kóreanskir kylfingar: IK Kim, Na Yeon Choi, So Yeon Ryu og Amy Yang auk 1 japansks kylfings þar sem er Momoko Ueda.
7 kylfinga hópur, þar sem m.a. er hin bandaríska Cristie Kerr spilaði síðan á -3 undir pari hver, þ.e. 69 höggum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á HSBC Women´s Champions í Singapore smellið HÉR:

F.v.: I.K. Kim, Michelle Wie, Morgan Pressel, Yani Tseng, Beatriz Recari, Melissa Reid, Suzann Pettersen, Se Ri Pak, Paula Creamer og Natalie Gulbis
Þess mætti til gamans geta að kylfingar LPGA voru demantamódel fyrir skartgripaverslunina Tiffany´s í hátíðarkvöldverði daginn fyrir mótið á Raffles hótelinu, en andvirði skartgripanna sem þær báru er talið nema $ 11 milljónum.
Paula Creamer var eitt módelið og sagðist hún vel geta hugsað sér að hlaupa í burtu með demanta sem hún bar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024