Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2018 | 19:00

LPGA: Korda sigurvegari Honda LPGA Thailand 2018

Það var tékknesk/bandaríski kylfingurinn Jessica Korda sem sigraði á Honda LPGA Thailand mótinu í dag.

Korda lék á samtals 25 undir pari og átti heil 4 högg á þær sem næstar komu þ.e. Lexi Thompson og Moriyu Jutunugarn, sem deildu 2. sætinu á 21 undir pari, hvor.

Ein í 4. sæti var ástralski kylfingurinn Minjee Lee á samtals 18 undir pari.

Sigurskor Korda sem sagt 25 undir pari, 263 högg (66 62 68 67).

Til þess að sjá lokastöðuna á Honda LPGA Thailand mótinu í heild SMELLIÐ HÉR: