Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2015 | 11:00

LPGA: Korda, Lewis og Muñoz leiða e. 1. dag á Coates Golf Championship

Það eru 3 kylfingar: Jessica KordaStacy Lewis and Azahara Muñoz, sem leiða eftir 1. dag á Coates Golf Championship.

Mótið er styrkt af R + L Carriers og fer fram í Ocala í Flórída.

Þær Korda, Lewis og Muñoz léku allar á 6 undir pari, 66 höggum.

Í 4. sæti eru Ha Na Yang frá Suður-Kóreu og Ernst Austin frá Bandaríkjunum aðeins 1 höggi á eftir.

Hópur þekktra kylfinga deilir síðan 6. sætinu 2 höggum á eftir forystukonunum en það eru Lydia Ko og Lexi Thompson og síðan NY Choi og Mi Jung Hur frá Suður-Kóreu.

Michelle Wie er ásamt 15 öðrum þ.á.m. Paulu Creamer og Cristinu Kim í 27. sæti en þar spiluðu allar á sléttu pari, 72 höggu.

Til þess að sjá stöðuna á Coates Golf Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: