Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2022 | 08:00

LPGA: Koerstz Madsen leiðir f. lokahringinn á Honda LPGA Thailand

Það er hin danska Nanna Koerstz Madsen, sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Honda LPGA Thailand mótsins.

Hún kefir samtals spilað á 21 undir pari, 195 höggum (65 64 66).

Fast á hæla hennar eru Solheim Cup kylfingurinn franski Celine Boutier og Xiyu Lin frá Kína, aðeins 1 höggi á eftir.

Þær þrjár sem leiddu fyrsta daginn hafa allar runnið niður skortöfluna; Nasa Hataoka, frá Japan þó minnst en hún er nú T-4 ásamt þeim Brooke Henderson og Gaby Lopez.

Su Oh er T-11 og Esther Henseleit T-21.

Sjá má stöðuna á Honda LPGA Thailand með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Nanna Koerstz Madsen