Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2015 | 15:30

LPGA: Ko yngsti risamótssigurvegari sögunnar

Munið nú eftir hvar þið sáuð þessa frétt fyrst.

Hin nýsjálenska Lydia Ko byrjaði lokahringinn á Evían Masters risamótinu 2 höggum á eftir Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu.

En hún átti frábæran hring í dag, var með skor upp á 8 undir pari, 63 högg og það dugði til þess að Ko ynni fyrsta risamótssigur sinn.

Hún er yngsti risamótssigurvegari sögunnar á LPGA.

Lokastaða efstu keppenda var eftirfarandi: Lydia Ko (-16), Lexi Thompson (-10), Shanshan Feng (-8), Ilhee Lee (-7), Mi Hyang Lee (-7), Allison Lee (-6), Lee-Anne Pace (-6), Inbee Park (-5)

Til þess að sjá lokastöðuna á Evian Masters SMELLIÐ HÉR: