Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 08:00

LPGA: Ko sigraði í Taíwan

Það var hin ný-sjálenska Lydia Ko, sem stóð uppi sem sigurvegari á Fubon LPGA Taiwan Championship.

Hún lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (69 67 67 65) og bætti sig með hverjum hring.

Hún átti hvorki meira né minna en 9 högg á þær sem næstar komu en það voru Eun-Hee Ji og  So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu.

Þær léku á 11 undir pari og áttu ekkert svar við glæsileik Ko.

Í 4. og 5. sæti urðu síðan Solheim Cup tvenndin fræga 2015; Charley Hull á samtals 10 undir pari og norska frænka okkar Suzann Pettersen á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Fubon LpGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: