Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2018 | 17:30

LPGA: Ko sigraði í Daly City … og hækkar á Rolex-heimslistanum

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko sigraði á Mediheal Championship, en Ólafía Þórunn var þar meðal keppenda en náði því miður ekki niðurskurði.

Sigurinn kom ekki eftir hefðbundnar 72 holur, en Ko var þá jöfn Minjee Lee og varð að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Ko hafði betur.  Báðar voru þær á samtals 12 undir pari eftir 72 holur – Ko á 68 – 70 – 67 – 71.

Þetta er fyrsti sigur Ko í tæp 2 ár. Þetta er jafnframt 15. sigurinn á LPGA mótaröðinni hjá Ko, sem er nýorðin 21 árs.

Ko fer vegna sigursins úr 18. sætinu á Rolex-heimslista kvenna, sem hún var dottin niður í og upp í 13. sætið.

Sjá má lokastöðuna á Mediheal Championship með því að SMELLA HÉR: