Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 08:30

LPGA: Ko og Lee efstar e. 1. dag á Bahamas

Það er hin 16 ára Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem leiðir eftir 1. dag á Pure-Silk Bahamas LPGA Classic mótinu, sem hófst í gær á golfvelli Ocean Club á Paradise Island, á Bahamas-eyjum.

Hún deilir 1. sætinu með Meenu Lee frá Suður-Kóreu, en þær báðar léku á 5 undir pari, 68 höggum.

„Ég hélt að ég væri að spila miklu betur en skorið sagði til um,“ sagði Ko eftir glæsihringinn. „Ég var á 3 undir pari um miðju hringsins en hélt að ég væri að spila mun betur.“

Þriðja sætinu aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum deila hvorki fleiri né færri en 10 kylfingar, þ.á.m. fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Pure-Silk Bahamas LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: