LPGA: Ko með 5 skolla
Það var fleirum en Ólafíu Þórunni, sem gekk erfiðlega á 1. degi LPGA mótsins LOTTE Championship á Hawaii.
Fyrrum nr. 1 á heimslista kvenna, Lydia Ko var með 5 skolla á 1. hring.
Ko byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar, en þeir urðu 5 þegar upp var staðið í fyrsta hring hennar á 4 yfir pari, 76 höggum í Ko Olina golfklúbbnum.
Ko var aðeins með einn fugl, líkt og Ólafía en fugl Ko kom á par-3 8. holunni.
Lydia Ko er nú komin niður í 16. sætið á Rolex heimslista kvenna.
Þess skal getið að mjög hvasst var í Oahu á Ko Olina og setti vindurinn strik í reikninginn hjá flestum.
Líkt og er með margt annað verður að kunna á vindinn á Hawaii, hvasst er ekki bara hvasst – sagt er um vindinn á Ko Olina að hann virðist koma úr öllum áttum.
Það þýðir ekkert að fást um hvassviðri, það verður að vera JÁKVÆÐUR. Það er a.m.k. sú sem er í efsta sæti eftir 1. dag, Shanshan Feng.
Hún sagði eftir hringinn: „Mikið af fólkinu hefir áhyggjur og hugsar „Ó Guð minn, það er svo hvasst. Ég vakna og hugsa: „Jamms, það er hvasst.“ Það er þess vegna, í þessum aðstæðum, sem ég held þolinmæðinni á vellinum og held mig við rútínuna mína.“
Brooke Henderson, Haeji Kang og nýliðinn Martina Edberg eru 1 höggi á eftir Shanshan, sem lék á 5 undir pari, 67 höggum og er í forystu eftir 1. dag.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
