LPGA: Ko í hættu að komast ekki g. niðurskurð á Opna skoska
Fyrrum nr. 1 á Rolex heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko, er í hættu að komast ekki í gegnum niðurskurð á Opna skoska eftir slælega byrjun á 2. hring, í dag, á þessu móti sem á ensku nefnist Aberdeen Asset Management Scottish Ladies Open og fer fram á Dundonald linksarnum í Skotlandi.
Hin 20 ára Ko hóf daginn fyrir innan við spánna um hvar niðurskurðarlínan yrði, eftir að hafa verið á 2 yfir pari, 74 höggum á 1. hring. Þar fékk hún 1 fugl og 3 skolla. Hún var inni.
Annar hringur Ko er hins vegar, það sem af er, afleitur. Það gengur allt á afturfótunum. Hún er eftir 11 holu spil þegar komin með 5 skolla og 1 skramba, er 7 yfir pari, sem er óvanalegt að sjá.
Samtals er Ko því núna á 9 yfir pari…. og í mikilli hættu að komast ekki gegnum niðurskurð – reyndar er hún úti skv. öllum spám … og það á móti sem átti að efla sjálfstraust hennar fyrir Ricoh Opna breska kvenrisamótið!!!
Sem stendur er Ólafía Þórunn „okkar“ T-28 þ.e. deilir 28. sætinu eftir hring upp á 1 yfir pari, 73 högg og er inni þ.e. keppir um helgina takist henni að forðast að fylgja fordæmi Ko. Hins vegar ber á það að líta að Ólafía Þórunn hefir ekki hafið 2. hring – Hún fer út kl. 13:15 að staðartíma í Skotlandi – sem er 12:15 hér heima á Íslandi). Vonandi að allt gangi vel hjá Ólafíu!!!
Fylgjast má með stöðunni á Opna skoska með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
