Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 21:00

LPGA: Ko efst e. 2. dag í Ocala

Lydia Ko er efst eftir 2. dag á Coates Golf Championship, sem fram fer í Ocala, Flórída.

Ko er búin að spila á samtals 7 undir pari.

Hins vegar er forystukona 1. dags, Ha Na Yang,  ekki einu sinni farin út, þannig að þegar 2. hringur klárast verður staðan eflaust önnur, en mótinu var frestað í dag vegna slæmskuveðurs. Yang er einnig á 7 undir pari.

Sjá má stöðuna á Coates Golf Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá á hápunkta 2. dags á Coates Golf Championship með því að SMELLA HÉR: