Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 07:00

LPGA: Kerr, Lincicome og Salas í 1. sæti eftir 1. dag á US Women´s Open

Það eru 3 bandarískir kylfingar sem deila 1. sætinu eftir 1. dag US Women´s Open risamótsins, sem hófst á Black Wolf Run golfvellinum í Kohler í Wisconsin í gær. Þetta eru nýliðinn Lizette Salas, Brittany Lincicome og Cristie Kerr.  Allar spiluðu þær á 3 undir pari, 69 höggum.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þær Lexi Thompson, Ai Miyazato, Beatriz Recari og  Jennie Lee – voru allar á 70 höggum.

Í 8. sæti eru síðan 7 kylfingar þ.á.m. „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen og þýska W7-módelið fyrrverandi Sandra Gal, spiluðu á 1 undir pari hver, eða 71 höggi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag US Women´s Open SMELLIÐ HÉR: