Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2021 | 18:00

LPGA: Jutanugarn sigraði á Honda LPGA Thaíland

Það var Ariya Jutanugarn, sem stóð uppi sem sigurvegari á LPGA Honda Thaíland mótinu, sem fram fór dagana 6.-9. maí 2021.

Sigurskor Ariyu var 22 undir pari, 266 högg (65 – 69 – 69 – 63).

Fyrir sigurinn hlaut Ariya $ 240.000,-

Ariya er fædd 23. nóvember 1995 og því 25 ára. Þetta var 12. alþjóðlegi sigur hennar og sá 11. á LPGA.

Í 2. sæti varð landa Ariyu, Atthaya Thitikul, aðeins 1 höggi á eftir.

Sjá má lokastöðuna á LPGA Honda Thaíland mótinu með því að SMELLA HÉR: