LPGA: Juli Inkster og Suzann Pettersen leiða í Mexíkó eftir 1. dag
Lorena Ochoa Invitational hófst í gær í Mexíkó. Það eru Juli Inkster frá Bandaríkjunum og Suzann Pettersen, frá Noregi, sem leiða eftir 1. dag – báðar komu inn á 67 höggum. Juli spilaði skollafrítt, fékk 5 fugla en Suzann fékk 6 fugla og skolla á 8. braut.
Suzann hafði m.a. eftirfarandi að segja: „ Ég byrjaði vel. Það var gaman að fá fugla snemma á hringnum (Suzann setti niður 4 fugla á fyrstu 5 holunum) Mér leið strax vel þegar ég hitaði upp og var ákveðin að vera bara þolinmóð og halda boltanum í góðum stöðum af teig og svo setti ég niður nokkur góð pútt. Þannig að þetta er frábær byrjun á mótinu og þetta er gott mót. Ég elska völlinn og það er gaman að vera hér í klúbbi Lorenu og spila fyrir hennar heimamenn. […] Ég var nálægt því að vinna hér á síðasta ári, ég held bara að maður vilji vinna öll mót þar sem maður tíar upp…“
Eftir hringinn sagði Juli Inkster: „Ég bara elska Lorenu og myndi elska að vinna þetta mót vegna þess að nafn Lorenu tengist þvi,“ sagði Inkster. „Allir á túrnum eru sama sinnis. Lorena er svo sérstök. Allir á túrnum virða hana og það myndi vera sértakt að sigra þetta mót. En það er langur vegur fram undan.“
Í 3. sæti er Meena Lee frá Taíwan á 68 höggum og hin skoska Catriona Matthews er í 4. sæti á 69 höggum. Fimmta sætinu deila 6 stúlkur, sem allar spiluðu á -2 undir pari, þ.e. 70 höggum: Michelle Wie, Paula Creamer, Cristie Kerr, Maria Hjorth, Sophie Gustafson og Se Ri Pak.
Munurinn milii þeirra sem eru í 1. og þeirra 10. sæti er aðeins 3 högg, þannig að við eigum eflaust eftir að sjá miklar breytingar nú um helgina og spennandi eins og alltaf að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari.
Til þess að sjá stöðuna á Lorena Ochoa Invitational smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024