Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2023 | 18:00

LPGA: Jin Young Ko sigraði á Cognizant Founders Cup

Cognizant Founders Cup mótið fór fram dagana 11.-14. maí 2023 í Clifton, New Jersey.

Sigurvegari var Jin Young Ko frá Suður-Kóreu.

Eftir hefðbundnar 72 holur var allt jafnt milli Ko og Minjee Lee frá Ástralíu; báðar búnar að spila á samtals 13 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði Ko betur.

Í 3. sæti varð Ashleigh Buhai frá S-Afríku á samtals 10 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Cognizant Founders Cup með því að SMELLA HÉR: