Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2015 | 08:00

LPGA: Ji í forystu – Ko skammt á eftir e. 2. dag í Taiwan

Það er suður-kóreanska stúlkan Eun-Hee Ji sem er í forystu á Fubon LPGA Taíwan Championship e. 2. dag.

Eun-Hee Ji er búin að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69).

Í 2. sæti, fast á hæla Ji er hin unga ný-sjálenska Lydia Ko, aðeins 1 höggi á eftir.

Xi Yu Lin og Charley Hull deila síðan 3. sætinu á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Fubon LPGA Taíwan Championship SMELLIÐ HÉR: