LPGA: Jessica Korda vann á Bahamas
Það var bandarísk-tékkneski kylfingurinn Jessica Korda, sem sigraði á Pure Silk Bahamas LPGA Classic.
Hún lék á samtals 19 undir pari, 273 höggum (69 66 72 66) og hlaut í sigurlaun $ 195.000 (u.þ.b. 24 milljónir íslenskra króna) eða um 5-falt lægri sigurlaun en Scott Stallings sem sigraði á PGA Tour Farmers Insurance mótinu.
Korda hefir verið svo nærri því að ná 2. sigri sínum á LPGA mörgum sinnum á undanförnum 2 árum og nú tókst það loks.
„Þetta er ótrúlegt,“ sagði Korda eftir að sigra í 2. sinn á LPGA. „Ég veit ekki, kannski veiti ég smáatriðunum meiri athygli og er afslappaðri. Ég veit ekki en hvað sem það er þá verð ég að finna út hvað það er og gera það oftar.“
Í 2. sæti varð fyrrum nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis aðeins 1 höggi á eftir Korda, þ.e. á samtals 18 undir pari.
Þriðja sætinu deildu 4 kylfingar: Pornanong Phattlum, Paula Creamer, NY Choi og Lizette Salas, á samatals 16 undir pari, hver.
Í sjöunda sæti voru síðan Lydia Ko, PK Kongkraphan, Christel Boeljon og Sandra Gal, allar á samtals 15 undir pari, hver.
Til þess að sjá lokastöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
