LPGA: Angela Stanford sigraði á HSBC Women´s Champions eftir umspil
Úrslitin á HSBC Women´s Champions réðust ekki á Garden Course í Tanah Merah golfklúbbnum í Singapore í dag fyrr en eftir umspil þeirra 4 sem efstar voru eftir hefðbundnar 72 holur; þeirra Angelu Stanford, Shashan Feng, Jenny Shin og Na Yeon Choi.
Eftir 72 spilaðar holur voru ofangreindar 4 jafnar á -10 undir pari. Því varð að koma til umspils og var 18. holan spiluð aftur og aftur þar til úrslit fengust.
Það var bandaríska stúlkan Angela Stanford sem stóð uppi sem sigurvegari, á 3. holu umspils. Á fyrstu holu datt kínverska stúlkan Shashan Feng úr leik, síðan Na Yeon Choi á 2. holu umspils og 3. holuna vann Angela þegar hún fékk par en Jenny Shin skolla.
Fyrir sigurinn hlaut Angela Stanford verðlaunatékka upp á $ 210.000 (rúmar 25 milljónir íslenskra króna). Hinar 3 fengu helmingi minna í sinn hlut eða um 12,5 milljónir íslenskra króna.
Í 5. sæti varð nr. 1 í heiminum, Yani Tseng, aðeins 1 höggi frá að fá að taka þátt í umspilinu. Sjötta sætinu deildu hin japanska Ai Miyazato og IK Kim frá Suður-Kóreu á samtals -7 undir pari, þ.e. 3 höggum frá því að komast í umspil.
Paula Creamer sagði sig úr mótinu – spurningin er hvort hún skyldi hafa stungið af með demantana frá Tiffany´s?
Til þess að sjá úrslit á HSBC Women´s Champions smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024