Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 09:00

LPGA: Jennifer Johnson leiðir e. 1. dag Shoprite Classic

Bandaríski kylfingurinn Jennifer Johnson leiðir eftir 1. dag Shoprite Classic, sem hófst í gær á Bay golfvelli,  Stockton Seaview Hotel and Golf Club í Galloway, New Jersey.  Það er ástralska golfdrottningin Karrie Webb, sem á titil að verja.

Jennifer lék á 9 undir pari, 62 glæsihöggum en hún jafnaði vallametið á Bay golfvellinum.

Á hringnum fékk Jennifer 10 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti er japanska stúlkan Haru Nomura, 1 höggi á eftir Jennifer og í 3. sæti er Christina Kim enn öðru höggi á eftir.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Shoprite Classic mótsins SMELLIÐ HÉR: