Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2020 | 08:00

LPGA: Inbee sigraði á Opna ástralska

Það var Inbee Park frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Women´s Australian Open, en mótið fór fram í Seaton, S-Ástralíu dagana 11.-16. febrúar og lauk í nótt.

Inbee lék á samtals 14 undir pari, 278 höggum (67  69  68  74).

Fyrir sigurinn hlaut Inbee $195,000. Þetta er 20. LPGA sigur Inbee og sá fyrsti frá því fyrir 2 árum, þegar hún sigraði á Bank of Hope Founders Cup um miðjan mars 2018. Jafnframt er þetta 30. sigur hins 7-falda risameistara (Inbee Park) í atvinnumannsmótum á ferlinum.

Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Amy Olson á samtals 11 undir pari og í því þriðja Perrine Delacour frá Frakklandi á samtals 10 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á ISPS Handa Women´s Australian Open með því að SMELLA HÉR: