stjori | mars. 19. 2018 | 10:00

LPGA: Inbee sigraði á Bank of Hope mótinu!

Það var hin suður-kóreanska Inbee Park, sem sigraði á Bank of Hope Founders Cup, sem var mót LPGA í síðustu viku.

Inbee lék á samtals 19 yfir pari, 269 höggum (68  71  63  67) og átti heil 5 högg á næstu keppendur, Lauru Davies, Ariyu Jutanugarn og Marinu Alex, sem höfnuðu í 2. sæti.

Sigurtékki Inbee var upp á $225,000.00.  Þetta var 19. sigur hennar á LPGA mótaröðinni

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var meðal þátttakenda, en komst ekki í gegnum niðurskurð í mótinu að þessu sinni.

Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: