Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2017 | 10:00

LPGA: Inbee Park sigraði á HSBC mótinu í Singapore – Hápunktar 4. dags

Það var Inbee Park frá S-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á HSBC

Sigurskor Inbee var 19 undir pari, 269 högg (67 67  71 64).

Í 2. sæti varð Ariya Jutanugarn frá Thaílandi aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 18 undir pari (67 68 69 66).

Glæsilegur lokahringur Ariyu upp á 66 högg dugði ekki gegn besta skori lokahringsins sem sigurvegarinn Inbee átti, glæsileg 64 högg þar sem Inbee fékk hvorki fleiri né færri en 9 fugla og 1 skolla!

Í 3. sæti varð síðan Sung Hyun Park frá S-Kóreu á samtals 16 undir pari (68 68 68 68).

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á HSBC mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC mótinu SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót á LPGA er Bank of Hope Founders Cup, sem fram fer 16.-19. mars n.k. og þar verður Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir meðal keppanda í Phoenix, Arizona!!!