Inbee Park
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2014 | 08:30

LPGA: Inbee Park með yfirburði e. 3. dag í Taíwan

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park leiðir eftir 3. dag á Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fer í Miramar G&CC í Tapei,  Taíwan, er með þó nokkra yfirburði

Inbee er búin að spila á samtals 21 undir pari, 195 höggum (64 62 69).

Hún á 4 högg á þær sem næstar koma en það eru Stacy Lewis, sem átti glæsihring upp á 64 högg nú í morgun og kínverska kylfinginn Shanshan Feng.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag  Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: