Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 12:00

LPGA: Inbee Park á toppnum í Michigan í hálfleik

Staðan hefir heldur betur breyst frá 1. keppnisdegi á Meijer LPGA Classic, en mótið fer fram í hinum glæsilega Blythefield CC í Grand Rapids, Michigan.

Nú er það fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu, sem komin er í 1. sætið með jafnan og stöðugan leik, á samtals 10 undir pari (66 66).

Í 2. sæti eftir glæsihring upp á 64 er norska frænka okkar Suzann Petterson og er hún aðeins 1 höggi á eftir Inbee, þ.e. á samtals 9 undir pari (69 64).

Í 3. sæti er síðan Mirim Lee, sem deildi lægsta skorinu með Suzann 64 höggum á 2. hring og er á samtals á 8 undir pari 134 höggum (70 64).

Í 4. sæti er síðan Amy Yang á 7 undir pari og 5. sætinu deila þær Lydia Ko, Katherine Kirk frá Ástralíu, danska stúlkan Line Vedel og forystukona 1. dags Sandra Gal, frá Þýskalandi, sem átti afleitan 2. hring upp á 72 högg

Til þess að sjá stöðuna á Meijer LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: