Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2017 | 02:00

LPGA: In-Kyung Kim sigraði á Shoprite Classic

In Kyung Kim frá S-Kóreu sigraði á Shoprite Classic mótinu.

Kim lék á samtals 11 undir pari, 202 höggum (66  67  69).

Sigurtékki Kim var upp á $225,000.00 (þ.e. 22,5 milljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti varð Anna Nordqvist á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: