Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2016 | 14:00

LPGA: In Kyung Kim sigraði á Reignwood LPGA Classic

Það var In Kyung Kim sem stóð uppi sem sigurvegari á Reignwood LPGA Classic.

Mótið fór fram í Nankou í Peking, Kína.

In Kyung Kim lék á samtals 24 undir pari 268 höggum (70 64 68 66).

Fyrir sigurinn hlaut Kim sigurtékka að fjárhæð $ 315.000,-

Í 2. sæti varð landa Kim, Mi Jung Hur, höggi á eftir á 23 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Reignwood LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: