Nr. 5 á Rolex-heimslistanum In Gee Chun
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 09:00

LPGA: In Gee Chun í 1. sæti e. 3. hring á HSBC Women’s World Championship

Það er In Gee Chun frá S-Kóreu sem er efst eftir 3. hring á HSBC Women’s World Championship.

Mótið fer fram dagana 3.-6. mars á The Tanjong í Sentosa golfklúbbnum í Singapore.

Chun hefir spilað á samtals 12 undir pari, 204 höggum (70 68 66).

Í 2. sæti eru þær Jeogeun Lee6 og Jin Young Ko, báðar 1 höggi á eftir forystukonunni Chun.

Sjá má stöðuna eftir 3. hring á HSBC Women’s World Championship með því að SMELLA HÉR: