IK Kim
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2015 | 12:30

LPGA: IK Kim í forystu e. 1. hring Lotte Championship

Það er In Kyung Kim (oft skammst. IK Kim)  frá Suður-Kóreu, sem leiðir eftir 1. hring Lotte Championship.

Kim lék á 7 undir pari, 65 höggum.

Þrjár löndur hennar eru í 2. sæti, 2. höggum á eftir henni þ.e.: Inbee Park, Na Yeon Choi og Sei Young Kim, en þær eru allar búnar að spila á 5 undir pari, 67 höggum.

Ein í 5. sæti er síðan enn önnur suður-kóreönsk, Jenny Shin á 4 undir pari, 68 höggum.

Til þess að sjá stöðun aá Lotte Championship SMELLIÐ HÉR: