Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2015 | 12:00

LPGA: Hyo Joo Kim sigraði á JTBC Founders Cup

Vað var Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu sem sigraði í JTBC Founder Cup,

Þessi 19 ára suður-kóreanska stúlka spilaði á samtals 21 undir pari, 267 höggum (65 69 66 67).

Kim átti 3 högg á helsta keppninaut sinn, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis, sem lék samtals á 18 undir pari og var í 2. sæti.

Um Stacy Lewis sagði Kim m.a. í sigurviðtali sínu: „Nú, þar er ómögulegt annað en að finna svolítið fyrir perssu eða vera taugaóstyrk þegar keppinautur þinn spilar svona vel.“

Þetta er 2. sigur Hyo Joo Kim á LPGA en hún sigraði í fyrra á Evían Masters, 5. risamótinu í kvennagolfinu.

Til þess að sja´lokastöðuna á JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR: