Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2015 | 05:00

LPGA: Hyo Joo Kim efst fyrir lokahring JTBC Founders Cup

Suður-kóreanski kylfingurinn Hyo Joo Kim er efst fyrir lokahring JTBC Founders Cup.

Kim er búin að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (65 69 66).

Í 2. sæti, tveimur höggum á eftir er fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Stacy Lewis (64 71 67).

Þriðja sætinu deila síðan tveir nýliðar á LPGA; Kim Kaufman og Alison Lee frá Bandaríkjunum á 13 undir pari, hvor, en Lee jafnaði vallarmetið þegar hún lék 3. hring á 63 glæsihöggum.  Sjá má viðtal við Lee með því að SMELLA HÉR: 

Fimmta sætinu deila síðan 3 kylfingar þ.á.m. nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko.

Til þess að sjá stöðuna á JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR: