Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2011 | 09:00

LPGA: Hwang, Iijima og Lu leiða á Mizuno Classic eftir 1. dag

Í dag hófst á LPGA Mizuno Classic mótið sem spilað er í Kintetsu Kashikojima Country Club í Shima-shi Mie í Japan. Sú sem á titil að verja frá því í fyrra er Jiyai Shin, sem ekki hefir átt neitt sérstakt ár í ár.  Það eru 3 stúlkur sem leiða mótið eftir 1. dag: Ah Reum Hwang frá Suður-Kóreu, heimakonan Akane IIjima og Teresa Lu frá Taíwan.  Allar komu þær inn á 66 höggum eða -6 undir pari vallar. Í 4. sæti er Momoko Ueda frá Japan aðeins höggi á eftir og 5. sætinu deila 7 stúlkur, allar á 68 höggum en þ.á.m. eru Catriona Matthews frá Skotlandi og Azahara Muñoz frá Spáni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag smellið HÉR: