Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2016 | 07:00

LPGA: Hull og Nordqvist efstar á Bahamas – Hápunktar 3. dags

Það eru Solheim Cup stjörnurnar í liði Evrópu Charley Hull og Anna Nordqvist sem eru efstar og jafnar á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu eftir 3. keppnisdag.

Mótinu lýkur í dag, en það stendur 28.-31. janúar 2016 og fer fram á Paradise Island á Bahamas.

Báðar hafa þær Hull og Nordqvist leikið á samtals 12 undir pari; 207 höggum; Hull (68 70 69) og Nordqvist (70 69 68).

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: