Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 11:30

LPGA: Hataoka sigraði á KIA Classic

Það var japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, sem sigraði á KIA Classic, sem venju skv. fór fram í Carlsbad í Kaliforníu.

Sigurskor Hataoku var 18 undir pari, 270 högg (69 – 70 – 64 – 67).

Sigur Hataoku var sannfærandi en hún átti heil 3 högg á þær 5 sem deildu 2. sætinu, en þeirra á meðal var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park og landa hennar Sung Hyun, auk enn annarar frá S-Kóreu Jin Young Ko, Danielle Kang frá Bandaríkjunum og hinnar spænsku Azahara Muñoz, sem allar spiluðu á samtals 15 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á KIA Classic 2019 með því að SMELLA HÉR: