Amateurs Hannah Green and Curtis Luck have earned starts in the Victorian Open. Picture: Steve Ferrier The West Australian.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2023 | 22:22

LPGA: Hannah Green sigraði á JM Eagle LA meistaramótinu

Það var Hannah Green, sem sigraði á JM Eagle LA meistaramótinu.

Mótið fór fram dagana 27.-30. apríl 2023, í Wilshire CC, í LA, Kaliforníu.

Eftir hefðbundnar 72 holur var Hannah Green jöfn þeim Xiyu Lin frá Kína og Aditi Ashok frá Indlandi, en allar höfðu spilað á 9 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana og þar stóð Green uppi sem sigurvegari.

Hannah Green er áströlsk; fædd 20. desember 1996 og því 26 ára. Hún hefir alls sigrað í 10 alþjóðlegum mótum frá því að hún gerðist atvinnukylfingur 2016. Sigurinn er hennar 3. á LPGA – Eins hefir Green tekist að sigra á risamóti, en risamótssigur hennar kom á Women´s PGA Championship 2019.

Sjá má lokastöðuna á JM Eagle LA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: