Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 07:00

LPGA: Ha Na Yang sigraði í Ocala

Það var Ha Na Yang frá Suður-Kóreu sem sigraði á Coates Golf Championship í Ocala, Flórída í gær, en mótið stóð 3.-6. febrúar 2016.

Yang spilaði á samtals 11 undir pari, 277 höggum (65 72 68 72).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð Brooke Henderson frá Kanada.

Þrjár deildu 3. sætinu In Gee Chun og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu og nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko allar á samtals 8 undir pari.

Suður-Kórea sem fyrr með gríðarsterka kvenkylfinga!

Til þess að sjá lokastöðuna á Coates Golf Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Coates Golf Championship SMELLIÐ HÉR: