Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 19:10

LPGA: Ha Na Yang í forystu e. 3. dag Fubon LPGA Taiwan Championship – Lék á 62!!!

Það er Ha Na Yang frá Suður-Kóreu sem búin er að stinga samkeppendur sína af á Fubon LPGA Taiwan Championship.

Yang er búin að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (69 69 62).

Glæsihringur Yang upp á 62 högg í dag er vallarmet í Miramar G&CC þar sem mótið fer fram í Tapei í Taiwan.

Sú sem er í 2. sæti, Shanshan Feng frá Kína, er heilum 6 höggum á eftir Yang, fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun, eða á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: