Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2019 | 10:21

LPGA: Ha Na Jang sigraði á BMW Ladies mótinu!

Það var Ha Na Jang frá S-Kóreu, sem sigraði á BMW Ladies meistarmótinu, móti vikunnar á LPGA.

Mótið fór fram í Busan í Kóreu 24.-27. október 2019 og lauk því í dag.

Jang sigraði eftir bráðabana við hina bandarísku Daníelle Kang, sem er í hörkustuði þessa dagana. Spila þurfti 3 holur í bráðabananum fyrst voru par-4 18. holurnar spilaðar tvívegis og allt í stáli en Jang hafði betur á par-4 10. brautinni – fékk fugl meðan Kang tapaði á parinu.  Báðar voru þær á 19 undir pari eftir hefðbundnar 72 holur.

Jang er fædd 2. maí 1992 og því 27 ára 5 mánaða og 25 daga. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2010.

Sjá má lokastöðuna á BMW Ladies meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: