Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2015 | 21:30

LPGA: Ha Na Jang leiðir enn á 2. degi Marathon Classic

Suður-kóreanska stúlkan Ha Na Jang leiðir enn eftir 2. dag Marathon Classic mótsins, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni bandarísku.

Hún er samtals búin að spila á 11 undir pari, 133 höggum (66 67)

Á hæla hennar er kínverska golfdrottningin Shanshan Feng á 9 undir pari, 135 höggum (69 67).

Síðan deila 5 kylfingar 3. sætinu á samtals 8 undir pari, hver: Inbee Park, Lydia Ko, Q Baek, Alena Sharp og Dewi Claire Schreefel.

Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic SMELLIÐ HÉR: