Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 13:00

LPGA: Granada efst fyrir lokahringinn á CME

Julieta Granada frá Paraguay er ein efst fyrir lokahringinn á  CME Group Tour Championship.

Hún er búin að spila á 9 undir pari.

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Granada eru þær Morgan Pressel og Carlota Ciganda.

Þýski kylfingurinn Sandra Gal er ein í 4. sæti á samtals 7 undir pari og 5. sætinu deila þær Lydia Ko og So Yeon Ryu á samtals 6 undi pari, hvorar.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á CME mótinu SMELLIÐ HÉR