Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 00:14

LPGA: Gerina Piller leiðir eftir 2. dag

Það er Gerina Piller, sem leiðir eftir 2. dag Volunteers of America Texas Shootout Prestented by JTBC.

Piller er búin að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65).

Aðeins 1 höggi á eftir er Eun-Hee Ji, en hún hefir leikið á samtals 9 undir pari, 133 höggum (67 66).

Fresta varð leik vegna veðurs en Mi Jong Hur, forystukona 1. dags er meðal þeirra sem á eftir að ljúka leik (á 6 holur eftir) og er í 3. sæti á 8 undir pari og gæti því vel lokið leik á betra skori en framangreindir tveir kylfingar.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Volunteers of America Texas Shootout Prestented by JTBC SMELLIÐ HÉR: